Leit á vefnum

Einföld leit

Leitað að löggjöf ESB - 573 svör fundust
Niðurstöður

Hefur eftirlitsstofnun EFTA jafnan rétt til meðalgöngu fyrir dómstól Evrópusambandsins og framkvæmdastjórn ESB fyrir EFTA-dómstólnum?

Árið 2010 kvað forseti dómstóls Evrópusambandsins upp þann úrskurð að eftirlitsstofnun EFTA hefði ekki rétt til meðalgöngu í málum sem rekin væru milli aðildarríkja ESB, milli stofnana ESB eða milli aðildarríkja annars vegar og stofnana sambandsins hins vegar. Þessi úrskurður hefur í för með sér að framkvæmdastjór...

Endurskoðunarréttur ESB

Endurskoðunarréttur ESB (e. European Court of Auditors) var stofnaður árið 1977 í þeirri viðleitni að bæta fjárhagsstjórn sambandsins. Rétturinn starfar í samræmi við staðla Alþjóðlegra samtaka endurskoðenda (e. International Federation of Accountants, IFAC) og Alþjóðlegra samtaka æðstu endurskoðunar meðal stofnan...

Er algengt að aðildarríki ESB myndi klíkur eða bandalög? - Myndband

Aðildarríki Evrópusambandsins starfa gjarnan saman þegar hagsmunir þeirra eiga samleið til að auka áhrif sín innan sambandsins. Þar sem engin tvö ríki eiga nákvæmlega sömu hagsmuna að gæta eru hagsmunabandalög yfirleitt ekki langlíf heldur einangruð við einstök málefni. Sum hagsmunabandalög hafa þó verið starfrækt...

Að hverju voru Króatar spurðir í þjóðaratkvæðagreiðslunni um aðild að ESB?

Króatar kusu um aðild að Evrópusambandinu þann 22. janúar 2012. Á kjörseðlinum stóð: „Ert þú hlynntur aðild lýðveldisins Króatíu að Evrópusambandinu? Með - Á móti“. Kosningaþátttaka var í kringum 43% og þar af voru 67% kjósenda samþykkir aðild. Stefnt er að formlegri inngöngu Króatíu í sambandið þann 1. júlí 2013,...

Sambandsborgari

Orðið sambandsborgari (e. citizen of the Union) er notað um ríkisborgara aðildarríkja Evrópusambandsins. Sambandsborgararéttur kemur til viðbótar við ríkisborgararétt í aðildarríki; einstaklingar sem hafa ríkisfang í aðildarríki ESB eru því einnig sambandsborgarar. Samkvæmt 2. mgr. 20 gr. sáttmálans um starfsh...

Verða niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslunnar um væntanlegan aðildarsamning Íslands að ESB ekki örugglega bindandi?

Lagalega bindandi þjóðaratkvæðagreiðsla um aðild Íslands að Evrópusambandinu mundi krefjast breytinga á stjórnarskránni, sem heimilar löggjafanum ekki að fela öðrum að taka ákvarðanir sem eru á hans valdsviði. Í áliti meirihluta utanríkismálanefndar Alþingis, frá árinu 2009, segir að kjósa skuli um samninginn í þj...

Mætti ekki lengur bjóða upp á sértilboð fyrir Íslendinga í Bláa lónið ef Ísland gengi í ESB?

Það veltur á eignarhaldi íslenskra fyrirtækja eins og Bláa lónsins hvort þau séu bundin af banni EES-samningsins við mismunun á grundvelli ríkisfangs. Niðurstaðan um slíkt bann, af eða á, myndi gilda áfram eftir að Ísland yrði aðili að ESB. - Mismunun á grundvelli ríkisfangs innan ESB eða EES er bönnuð bæði samkvæ...

Hver er munurinn á EFTA, EES og Schengen-samkomulaginu?

EFTA stendur fyrir European Free Trade Association sem þýðist á íslensku sem Fríverslunarsamtök Evrópu. Fríverslunarsamtökin voru stofnuð árið 1960. Stofnríkin voru sjö: Austurríki, Bretland, Danmörk, Noregur, Portúgal, Sviss og Svíþjóð. Ísland varð aðili að samtökunum árið 1970. Síðan þá hafa samtökin dregist ve...

Schengen-samstarfið

Schengen-samstarfið byggist á sáttmála sem tók gildi árið 1995 og er markmið þess tvíþætt. Annars vegar að tryggja frjálsa för einstaklinga um innri landamæri samstarfsríkjanna með afnámi vegabréfaskoðunar og hins vegar að styrkja baráttuna gegn alþjóðlegri afbrotastarfsemi með auknu eftirliti á ytri landamærum sv...

Hvernig mundu reglur um fjárfestingar borgara frá ESB-ríkjum á Íslandi breytast ef Ísland yrði aðili að ESB?

Það veltur á niðurstöðum samningaviðræðna Íslands við ESB hvernig reglur um fjárfestingar ESB-borgara á Íslandi mundu breytast með aðild Íslands að sambandinu. Líklegt má þó telja að innganga Íslands í ESB mundi leiða til þess að Ísland þyrfti að gangast undir regluverk sem heimilar ekki hömlur af okkar hálfu á fr...

Yrðu veiðar á lóu og spóa leyfðar hér á landi í kjölfar inngöngu í ESB?

Nei, veiðar á lóu og spóa yrðu ekki sjálfkrafa leyfðar þótt Ísland yrði aðili að ESB. Báðar tegundirnar eru á lista yfir þær tegundir sem aðildarríkjunum er heimilt að leyfa veiðar á og eru taldar upp í viðauka við svonefnda fuglatilskipun. Aðildarríkjunum er ætíð heimilt að kveða á um strangari verndarákvæði en t...

Getur fríverslunarsamningur milli Íslands og ESB komið í stað EES-samningsins?

Viðskiptatengsl Íslands og Evrópusambandsins grundvallast á fríverslunarsamningi, sem gerður var milli Íslands og Efnahagsbandalags Evrópu árið 1972, og EES-samningnum frá árinu 1994. Ef Ísland segði upp EES-samningnum mundi fríverslunarsamningurinn frá 1972 að öllum líkindum gilda áfram. Hann gæti þó ekki komið í...

Geta háskólar í Skotlandi krafið Íslendinga um hærri skólagjöld af því að Ísland er ekki í Evrópusambandinu heldur aðeins aðili að EES-samningnum?

Stutta svarið er já. Aðilum að EES-samningnum er heimilt að mismuna námsmönnum eftir ríkisfangi, hafi þeir gert það fyrir gildistöku samningsins einnig. Um þetta var samið í sérstakri bókun við EES-samninginn. Aðildarríki Evrópusambandsins mega á hinn bóginn ekki innheimta hærri skólagjöld af ríkisborgurum annarra...

Hafa einhver ríki afturkallað umsókn að ESB áður en aðildarferlinu lýkur?

Til þessa hefur ekkert umsóknarríki formlega slitið aðildarviðræðum við Evrópusambandið eftir að hið eiginlega aðildarferli hófst. Öllum aðildarviðræðum hefur verið lokið með undirritun aðildarsamnings, burt séð frá því hvort ríkin hafi síðan ákveðið að gerast aðili að sambandinu eða ekki. Nokkur dæmi eru þó um að...

Hvaða reglur gilda í Evrópusambandinu um notkun flugelda og sölu á þeim til almennings?

Reglur ESB um flugelda byggjast á tilskipun 2007/23/EB. Í tilskipuninni eru settar fram grunnkröfur til framleiðenda um öryggi sem flugeldavörur verða að uppfylla áður en þær eru settar á markað sem og aldurstakmörk fyrir sölu á flugeldavörum til neytenda. Þá fjallar tilskipunin um þá skyldu aðildarríkja að tryggj...

Leita aftur: